Tiana keppti í 200 m á EM 16-19 ára

Spretthlauparinn Tiana Ósk Whitworth ÍR keppti í dag í undanrásum í 200 m hlaupi á Evrópumeistaramóti 16-19 ára sem fram fer í Grosseto, Ítalíu, þessa dagana. Hún hljóp á tímanum 24,88 sek (-1,8 m/s) og hafnaði í 7. sæti af 8 keppendum í 2. riðli. Í heildina hafnaði hún í 31. sæti af 40 keppendum. Tiana Ósk á best 24,53 sek (+0,3 m/s) frá því á Smáþjóðaleikunum í San Marino í síðasta mánuði.

Við óskum Tiönu innilega til hamingju með glæsilegan árangur!