Þrú met á 3. Jólamóti ÍR

Snorri Sigurðsson ÍR bætti Íslandsmetið í flokki 15-16 ára sveina í 3000m hlaupi þegar hann hljóp á 9:21.13 mínútum og bætti met Kára Steins Karlssonar sem var 9:27.11 mínútur.
Stefanía Valdimarsdóttir Breiðabliki bætti Íslandsmetið í telpnaflokki í 400m þegar hún hljóp á 59.26 sek og varð þar með fyrsta íslenska telpna til að hlaupa 400m innanhúss á innan við mínútu. Gamla metið átti Stefanía sjálf 60.25 sek.

FRÍ Author