Þrjú gull og silfur í boðhlaupunum

Konurnar unnu bæði sín boðhlaup, það fyrra á 46,62 sek. og það síðara á 3:44,31 mín. Karlarnir komu í mark á 42,01 sek. í 4×100 m og urðu í 2. sæti. Þeir bættu um betur og unnu 4×400 m boðhlaupið á tímanum 3:17,06 mín.
 
Hafdís Sigurðardóttr sigraði í þrístökki kvenna með stökk upp á 12,49 m, en hún átti lengri stökk sem voru örlítið ógild. Hún stökk 14 cm lengra ne Eleftheria Christofi frá Kýpur. Thelma Lind Kristjánsdóttir varð síðan 7. með 10,83 m. Hafdís varð í 2. sæti í 200 m hlaupi á 24,22 sek og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir í 3. sæti (24,35 sek) eftir mjög jafna keppni við Charlotte Wingfield frá Möltu sem kom fyrst í mark.
 
Æfingafélagarnir Guðmundur Sverrirsson (74,38m) og Örn Davíðsson (68,15m) urðu í fyrst og þriðja sæti í spjótkastinu. Við ofurefli var að etja í 200 m karla en okkar hlauparar, þeir Kolbeinn Höður Gunnarsson (21,84 sek) og Ívar Kristinn Jasonarson (22,10 sek) urðu í 4. og 7. sæti.
 
Kári Steinn Karlsson hélt lengi vel í Marcos Sanza Arranz frá Andorra í 10.000 m hlaupinu en gaf eftir í síðustu hringina og kom annar í mark á 31:32,17 mín. Arnar Pétursson kom 3. í mark á 32:42,38 mín. Þorsteinn Ingvarsson vann til silfurverðlauna í þrístökki með 14,069 m en Stefán Þór Jósefsson varð fimmti með 13,25 m, en hann átti við smá meiðsl að stríða.
 
Í kúluvarpi kvenna urðu þær Irma Gunnarsdóttir (12,21m) og Ásgerður Jana Ágústsdóttir (11,30m) í 3. og 4. sæti í kúluvarpinu. Í 5.000 m hlaupi kvenna urðu þær Andrea Kolbeinsdóttir (17:54,26 mín.) og Anna Berglind Pálmadóttir (18:35,56 mín.) í 5. og 8. sæti. Þeir Einar Daði Lárusson (2,00m) og Styrmir Dan Steinunnarson (1,95m) urðu í 6. og 7. sæti í hástökkinu.
 
Úrslit mótsins má sjá í heild sinni hér.

FRÍ Author