Þrjú götuhlaup á morgun, 1. maí.

Á morgun, 1. maí fara fram þrjú götuhlaup á vegum aðildarfélaga FRÍ. Á Akureyri fer 1. maí hlaup UFA fram og hefst kl. 13:00 á Glerártorgi. Þetta er árleg hlaup sem UFA hefur staðið fyrir allt frá fyrstu árum félagsins.
Allar upplýsingar um hlaupið er að finna á heimasíðu UFA; www.ufa.is
 
Í Grafarvogi fer 1. maí hlaup Olís og Fjölnis fram í 20 skipti og hefst hlaupið kl. 11:00 við Íþróttamiðstöðina við Dalhús í Grafarvogi.
 
Við Fífuna í Kópavogi fer svo þriðja hlaupið fram, en það er Hérahlaup Breiðabliks, en þetta er annað árið sem Breiðablik stendur fyrir þessu hlaupi, sem eins og nafnið bendir til býður upp á að elta "héra" á fyrirfram ákveðnu tempói.
 
Upplýsingar um tvö síðastnefndu hlaupin eru að finna hér á síðunni undir mótaskrá.

FRÍ Author