Þrjú mótsmet í Kaplakrika um helgina

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Þrjú mótsmet í Kaplakrika um helgina

Í dag lauk keppni á Meistaramóti Íslands 15-22 ára í Kaplakrika. Þrjú mótsmet féllu og Skarphéðinsmenn sigruðu í stigakeppni félagsliða.

Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) bætti mótsmetið í langstökki í flokki 20-22 ára í langstökki í gær. Hún stökk lengst 5,97 metra. Fyrra metið var 5,95 sem Hildigunnur Þórarinsdóttir setti árið 2021. Birna vann alls fimm gullverðlaun á mótinu í 60m, 60m grind., langstökki, hástökki og þrístökki.

Guðjón Dunbar Diaquoi Þorsteinsson (Breiðablik) stórbætti mótsmetið í þrístökki í flokki 18-19 ára pilta. Hann stökk lengst 14,38 metra sem er einnig nýtt persónulegt met. Það var Viktor Logi Pétursson (Ármann) sem átti fyrra metið, 13,93 m.

Ívar Ylur Birkisson (Dímon) bætti mótsmetið í 60 metra grindaghlaupi (84,00) í flokki 15 ára pilta. Hann kom í mark á tímanum 8,69 sek. sem er einnig nýtt persónulegt met. Fyrra metið var 8,82 sek. sem Sebastian Þór Bjarnason (Selfoss) setti árið 2019.

Júlía Mekkín Guðjónsdóttir (ÍR) og Hjálmar Vilhelm Rúnarsson (Selfoss) urðu bæði fimmfaldir Íslandsmeistarar í flokki 15 ára stúlkna og pilta um helgina. Þau urðu bæði nýverið Íslandsmeistari í fimmtarþraut í sömu flokkum og Hjálmar bætti þar aldursflokkamet í þrautinni. Júlía sigraði í 60m, 60m grind., þrístökki og langstökki. Hjálmar sigraði í 300m, hástökki, stangarstökki, þrístökki og kúluvarpi.

Það var lið HSK/Selfoss sem sigraði í stigarkeppni félagsliða með miklum yfirburðum og hlutu þau alls 390,5 stig. ÍR varð í öðru sæti með 262 stig og lið Breiðabliks í því þriðja með 254 stig.

Heildarúrslit stigakeppninar má finna hér.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Ljósmyndir frá mótinu má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Þrjú mótsmet í Kaplakrika um helgina

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit