Þrjú aldursflokkamet sett í Kaplakrika í gær

39. Coca cola mót FH fór fram í Kaplakrika í gær. Keppt var í 300 m hlaupi karla og kúluvarpi karla og kvenna.

Í 300 m hlaupinu voru þrír keppendur skráðir til leiks og settur þeir allir met í hlaupinu.

Hinrik Snær Steinsson FH setti nýtt glæsilegt aldursflokkamet í flokki 16-17 ára pilta er hann hljóp á tímanum 35,88 sek. Fyrra metið var 36,58 sek sem Kormákur Ari Hafliðason FH setti árið 2014.

Dagur Fannar Einarsson Selfoss setti nýtt glæsilegt aldursflokkamet í flokki 15 ára pilta er hann hljóp á tímanum 37,95 sek. Fyrra metið var 38,57 sek og var það í eigu Kristins Héðinssonar ÍR.

Sindri Freyr Seim Sigurðsson Heklu setti nýtt glæsilegt aldursflokkamet í flokki 14 ára pilta er hann hljóp 300 metrana á tímanum 38,45 sekúndum. Fyrra metið var 39,02 sek og var það í eigu Hinriks Snæs Steinssonar FH.

Frjálsíþróttasamband Íslands óskar strákunum innilega til hamingju með glæsilegan árangur!