Þrír Norðurlandameistarar á fyrri degi NM unglinga

Anita Hinkriksdóttir varð 5. í 3000m hlaupi á tímanum10 mín. 35,52 sek, en hún er langyngst keppenda mótsins, aðeins 14 ára gömul.
Skemmtileg og spennandi keppni var í mörgum greinum og sýnilegt að íþróttafólkið leggur sig allt fram, þrátt fyrir frekar kalt veður og strekkingsvind að norðan. Mikil og skemmtileg keppni var í 5000 m hlaupi karla þar sem baráttan var á milli Staffan Ek frá Svíþjóð sem sigraði á 14 mín 47,57 sek. og Örjan Grönnevig frá Noregi sem var aðeins hálfri sek. á eftir sigurvegaranum í mark. Eins og áður sagði sigraði Hulda Þorsteinsdóttir stangarstökkskeppnina eftir nokkra baráttu við Jatta Salmela frá Finnlandi, en þær stukku sömu hæð en Hulda fór yfir í annari tilraun, en sú finnska í þeirri þriðju.
Keppni hefst aftur kl. 12:20 á morgun, sunnudag með sleggjuasti og lýkur um kl. 16 með keppni í 4×400 m boðhlaupum karla og kvenna. Sigurstranglegust okkar keppenda verður án efa að telja Sveinbjörgu Zophoníasdóttur sem keppir í langstökki. Reynslan í dag sýnir okkur hins vegar að okkar keppendur eru til alls líklegir.
Úrslit mótsins má sjá á mótaforriti FRÍ hér (http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib1477.htm)

FRÍ Author