Þrír frjálsíþróttamenn á EM 16-17 ára í Tbilisi

Andrea Kolbeinsdóttir ÍR á tímann 7:05,87 mín í 2000m hindrunarhlaupi – lágmark 7:25,00 mín.
Mímir Sigurðsson FH á 53,18 m í kringlukasti – lágmark 53,10 m.
Þórdís Eva Steinsdóttir FH á tímann 54,80 sek í 400m – lágmark 57,20 sek.
 
Þar að auki náði Þórdís Eva lágmarki í 200m og 800m hlaupi og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR náði einnig lágmarki á mótið en hún er of ung einungis 15 ára á árinu og fær því samkvæmt reglum Evrópska Frjálsíþróttasambandsins ekki að keppa.
 
Þjálfarar og fararstjórar í ferðinni verða Aðalheiður María Vigfúsdóttir og Súsanna Helgadóttir.
 

FRÍ Author