Þrír Íslendingar keppa í München

Penni

2

min lestur

Deila

Þrír Íslendingar keppa í München

Þrír Íslendingar keppa á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í München dagana 15.-21. ágúst ásamt öðrum íþróttagreinum. Mótið fer fram á Olympiastadion en það eru 20 ár síðan meistaramótið var haldið á þessum velli.

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) keppir í kúluvarpi. Erna er búin að kasta lengst 17,29 metra í ár sem er Íslandsmet og er búin að kasta fimm sinnum yfir 17 metra í ár. Undankeppnin í kúluvarpi kvenna fer fram mánudaginn 15. ágúst.

Guðni Valur Guðnason (ÍR) keppir í kringlukasti. Guðni á Íslandsmetið í greininni sem er 69,35 metrar sem hann setti árið 2020. Guðni er búinn að kasta lengst í ár 65,27 metra í ár sem hann gerði á 2. nike móti FH. Undankeppnin í kringlukasti karla fer fram miðvikudaginn 17. ágúst.

Hilmar Örn Jónsson (FH) keppir í sleggjukasti. Hilmar er búinn að kasta lengst í ár 75,52 metra í ár en Íslandsmet hans í greininni er 77,10 metrar. Undankeppnin í sleggjukasti karla fer fram miðvikudaginn 17. ágúst.

Penni

2

min lestur

Deila

Þrír Íslendingar keppa í München

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit