Þrír Íslendingar keppa í München

Þrír Íslendingar keppa í München

Þrír Íslendingar keppa á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í München dagana 15.-21. ágúst ásamt öðrum íþróttagreinum. Mótið fer fram á Olympiastadion en það eru 20 ár síðan meistaramótið var haldið á þessum velli.

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) keppir í kúluvarpi. Erna er búin að kasta lengst 17,29 metra í ár sem er Íslandsmet og er búin að kasta fimm sinnum yfir 17 metra í ár. Undankeppnin í kúluvarpi kvenna fer fram mánudaginn 15. ágúst.

Guðni Valur Guðnason (ÍR) keppir í kringlukasti. Guðni á Íslandsmetið í greininni sem er 69,35 metrar sem hann setti árið 2020. Guðni er búinn að kasta lengst í ár 65,27 metra í ár sem hann gerði á 2. nike móti FH. Undankeppnin í kringlukasti karla fer fram miðvikudaginn 17. ágúst.

Hilmar Örn Jónsson (FH) keppir í sleggjukasti. Hilmar er búinn að kasta lengst í ár 75,52 metra í ár en Íslandsmet hans í greininni er 77,10 metrar. Undankeppnin í sleggjukasti karla fer fram miðvikudaginn 17. ágúst.

Penni

2

min lestur

Deila

Í dag fór fram 55. Bikarkeppni FRÍ og voru það FH-ingar sem urðu þrefaldir bikarmeistarar. FH sigraði karla-, kvenna- og heildarstigakeppnina og unnu alls tólf greinar. Í heildarstigakeppninni hlutu FH-ingar 110 stig, ÍR-ingar voru í öðru sæti með 90 stig og Breiðablik í því þriðja með 75 stig.
Í dag fór fram 55. Bikarkeppni FRÍ og voru það FH-ingar sem urðu þrefaldir bikarmeistarar. FH sigraði karla-, kvenna- og heildarstigakeppnina og unnu alls tólf greinar. Í heildarstigakeppninni hlutu FH-ingar 110 stig, ÍR-ingar voru í öðru sæti með 90 stig og Breiðablik í því þriðja með 75 stig.
55. Bikarkeppni FRÍ fer fram laugardaginn 13. júní á ÍR-velli. Það eru sex lið skráð til keppni og eru það Ármann, Breiðablik, FH A, FH B, HSK og ÍR. Keppni hefst klukkan 13:00 á 110 metra grindahlupi karla.
Guðni Valur Guðnason (ÍR) keppti í kringlukasti á Innanfélagsmóti ÍR en hann er á fullu að undirbúa sig fyrir EM sem fer fram í Munchen í næstu viku.

Engjavegi 6, 104 Reykjavík

fri@fri.is  +354 514 4040

Kt 560169-6719

@fri2022

Þrír Íslendingar keppa í München

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit