Þriðja Gullmót IAAF í Róm í kvöld – Fimm eftir í baráttu um gullpottinn

Þriðja Gullmót IAAF fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld. Fimm íþróttamenn eiga ennþá möguleika á að fá hlutdeild í milljón dala gullpotinum, sem þeir fá sem vinna sínar greinar á öllum sjö mótum sumarsins.
Þeir sem unnu sigur á fyrstu tveimur Gullmótunum í Osló og Berlín voru:
* Bernshawn Jackson, Bandaríkjunum, 400m grindahlaup.
* Hussein Al-Sabee, Saudi Arabíu, langstökk.
* Blanka Vlasic, Króatíu, hástökk.
* Josephine Onyia, Spáni, 100m grindahl.
* Pamela Jelimo, Keníu, 800m (en hún er aðeins 18 ára).
 
Upptaka frá Gullmótinu í Róm verður sýnd í Ríkissjónvarpinu kl. 13:00 á morgun, laugardag og kemur Sigurbjörn Árni Arngrímsson nú aftur inn sem annar þulur á RUV.
Sjá nánar: www.iaaf.org
 

FRÍ Author