Þrenn íslensk verðlaun á EM öldunga

Evrópumeistaramót eldri iðkenda var haldið í Feneyjum og nágrenni 5. -15. september. Fjórir íslenskir keppendur voru skráðir til leiks: Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR, í 4 km víðavangshlaupi og 10 km götuhlaupi í 45-49 ára flokki, Halldór Matthíasson, ÍR, í tugþraut í 70 ára flokki,  Jón Bjarni Bragason, Breiðabliki, í kastþraut og Kristján Gissurarson, Breiðabliki, í stangarstökki. Vegna veðurs var stangarstökkskeppninni frestað um einn dag sem varð til þess að Kristján missti af keppninni þar sem hann gat ekki frestað heimför.

Fríða Rún vann til tvennra verðlauna er hún náði öðru sætinu í 4 km hlaupinu á 14:22 mín. og þriðja sætinu í 10 km hlaupinu á 40:04 mínútum, en hún er á síðasta ári í flokknum. 

Halldór náði fjórða sætinu með 5471 stig. Vegna veðurs var þremur síðustu greinunum frestað til næsta dags en Halldór fékk að ljúka keppninni með einungis byrjunarhæð sína í stönginni og eitt kast í spjóti áður en hann fór í 1500 m hlaupið. Hann gat ekki frestað heimför, frekar en Kristján, vegna flugsins með stangirnar. Hann vantaði ekki nema 113 stig til að ná þriðja sætinu.

Jón Bjarni hafði forystu eftir fjórar fyrstu greinarnar en lóðið vildi ekki fara nógu langt til að halda henni til enda og hafnaði hann í öðru sæti með 3830 stig, aðeins 48 stigum eftir sigurvegaranum.

Öll úrslit má sjá hér