Þrautarveisla í Sollentuna, Bauhaus og spjótkast í Karlstad

Penni

< 1

min lestur

Deila

Þrautarveisla í Sollentuna, Bauhaus og spjótkast í Karlstad

Ísak Óli Traustason (UMSS) og María Rún Gunnlaugsdóttir (FH) keppa á Sollentuna Combined Events Challenge í Sollentuna í Svíþjóð dagana 2.-3. júlí. Ísak á best 7007 stig í tugþraut og María á best 5562 stig í sjöþraut og má sjá keppenda listann hér. Hægt er að borga fyrir streymi og fylgjast með mótinu hér.

Keppni á Bauhaus Junioren-Galan hefst á morgun

Fimm Íslendingar keppa á sterku móti í Mannheim í Þýskalandi dagana 2. og 3. júlí. Dagskrá íslensku keppenda má sjá hér að neðan.

Laugardagur

13:40 Glódís / 100m grind

15:00 Anthony / 100m

15:30 Arndís Diljá / spjótkast 

Sunnudagur

13:00 Anthony / 200m

13:00 Kristján Viggó / Hástökk

12:30 Eva María / Hástökk

Allar tímasetningar eru á þýskum tíma (+2). Úrslit í rauntíma má finna mótinu hér. Streymi má finna hér.

Dagbjartur kastar í Karlstad

Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) keppir á Karlstad Grand Prix í Karlstad, Svíþjóð. Dagbjartur er búinn að kasta lengst 76,78 metra í ár. Keppni hefst klukkan 14:15 á sænskum tíma (2+). Keppendalista má finna hér og hlekkur að úrslit kemur síðar. 

Penni

< 1

min lestur

Deila

Þrautarveisla í Sollentuna, Bauhaus og spjótkast í Karlstad

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit