Þrautar- og hlaupaveisla um helgina

Penni

< 1

min lestur

Deila

Þrautar- og hlaupaveisla um helgina

Um helgina fer fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum og 10.000 metra hlaupi á Kópavogsvelli. Það eru glæsilegir keppendur skráðir til leiks þá meðal annars Júlía Kristín Jóhannesdóttir (BBLIK) og Ísold Sævarsdóttir (FH) en þær keppa í sjöþraut stúkna 16-17 ára. Þær eru báðar búnar að keppa fyrir unglingalandsliðið í sumar og keppti Ísold á EYOF nú á dögunum þar sem hún hafnaði í fjórða sæti í greininni. María Rún Gunnlaugsdóttir (FH) keppir í sjöþraut kvenna og á hún fjórðu bestu sjöþrautina frá upphafi í kvennaflokki. Dagur Fannar Einarsson (ÍR) keppir í tugþraut karla en hann er margfaldur aldursflokkameistari í fjölþrautum. Í tugþraut karla eru þrír aðrir skráðir til leiks en það eru þeir Andri Fannar Gíslason (KFA), Reynir Zoega (ÍR) og Ægir Örn Krsitjánsson (BBLIK).

Í 10.000m hlaupi eru ennig flottir keppendur skráðir til leiks þar á meðal Arnar Pétursson (BBLIK) og Íris Anna Skúladóttir (FH).

Uppfærðan tímaseðil og keppendalista má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Þrautar- og hlaupaveisla um helgina

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit