Þórunn Erlingsdóttir ráðin verkefnisstjóri unglingamála

Stjórn FRÍ hefur ráðið Þórunni Erlingsdóttur í starf verkefnastjóra unglingamála til að hafa umsjón með úrvals- og afrekshópum unglinga 15-22 ára. Hún var kjörin formaður unglingaráðs á nýafstöðnu FRÍ-þingi.
 
Þórunn er 28 ára íþróttafræðingur að mennt og kennir íþróttir í Grindavík. Hún keppti í frjálsíþróttum um árabil, m.a. með landsliðinu, hefur áralanga reynslu af frjálsíþróttaþjálfun og lauk nýverið þjálfararéttindastigi nr. 1 á vegum IAAF.

FRÍ Author