Þorsteinn með sitt besta langstökk í fimm ár

Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA sigraði hörkuhlaup í 200 m á 21,54 sek., 17/100 á undan Ívari Kristni Jasonarsyni ÍR sem kom í mark á 22,11 sek.
 
Nokkur persónuleg met voru sett á mótinu og má þar nefna sem dæmi að Þórdís Eva Steinsdóttir FH bætti sinn árangur í 200 m hlaupi, þegar hún kom fyrst í mark á 25,37 sek. Árni Björn Höskuldsson bætti sinn árangur í 110 m grindarhlaupi en hann kom í mark á 15,74 sek. Kormákur Ari Hafliðason FH setti persónulegt met í 400 m hlaupi, en hann sigraði hlaupið í kvöld á 50,22 sek. Stefán Velemir FH bætti sig enn og aftur í kúluvarpi, nú um 26 cm og er aðeins 4 cm frá landsmetinu í flokki 20-22 ára flokki. Lengsta kast hans var 17,79 m, en hann er aðeins 21 árs.
 
Guðmundur Heiðar Guðmundsson FH hljóp á 55,82 sek í 400 m grindarhlaupi, sem er næstbesti árangur í greininni í ár. Bjarni Ármann Atlason Ármanni náði besta árangri ársins í 1500 m hlaupi í 16-17 ára aldursflokki, þegar hann kom í mark á 4:29,84 mín.
 
Úrslit mótsins í heild sinni má sjá hér.
 

FRÍ Author