Þorsteinn Ingvarsson með bætingu í langstökki

Þorsteinn átti mjög góða stökk seríu  og alls fjögur stökk vel yfir sjö metrana, en hann opnaði á 7,28 m og í síðasta stökki fór hann 7,47 m, auk hinna tveggja sem fyrr sagði. Þetta er þriðja bæting Þorsteins á árinu, en best átti hann 7,40 m frá því í fyrra.
 
Alls voru 167 keppendur skráðir til leiks á þessum sumarleikum víða að af landinu. Heildarúrslit á mótinu er að finna á mótaforriti FRÍ sem má sjá hér (mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib1417.htm).

FRÍ Author