Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum og eldri aldursflokkum í Laugardalshöll. Það var Þorleifur Einar Leifsson (BBLIK) sem sigraði í sjöþraut karla með 5182 stig sem er hans persónulega besti árangur, fyrri árangur hans var 4667 stig frá MÍ í fjölþrautum í fyrra. Hann var í hörku keppni við núverandi Íslandsmeistara og meistara til margra ára Ísak Óla Traustason (UMSS) en Ísak hlaut 5156 stig. Reynir Zoëga (ÍR) var þriðji með 3904 stig.
Einnig var keppt í aldursflokkum og úrslitin voru eftirfarandi:
Fimmtarþraut 18-19 ára stúlkur
Mikil spenna var í sterkum flokki 18-19 ára stúlkna þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokagreininni. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin, framtíðin er björt.
- Júlía Kristín Jóhannesdóttir (BBLIK) 3643
- Brynja Rós Brynjarsdóttir (ÍR) 3626
- María Helga Högnadóttir (FH) 3465
Fimmtarþraut stúlkna 16-17 ára
- Ísold Sævarsdóttir (FH) 3970
- Ísold Assa Guðmundsdóttir (HSK/Selfoss) 2397
Sjöþraut 16-17 ára pilta
- Thomas Ari Arnarsson (Ármann) 4355
- Hjálmar Vilhelm Rúnarsson (HSK/Selfoss) 4213
- Helgi Reynisson (Þjótandi) 2891
Fimmtarþraut stúlkna 15 ára og yngri
- Helga Fjóla Erlendsdóttir (Garpur) 3248
- Bryndís María Jónsdóttir (ÍR) 2814
- Unnur Birna Unnsteinsdóttir (Fjölnir) 2776
Fimmtarþraut pilta 15 ára og yngri
- Samúel Örn Sigurvinsson (BBLIK) 2695
- Hinrik Freyr Sigurbjörnsson (HSÞ) 2446
- Kristján Óli Gustavsson (BBLIK) 2111
Heildarúrslit mótsins má finna hér.
MÍ í eldri aldursflokkum
Á Meistaramóti Íslands í eldri aldursflokkum voru um 60 keppendur frá 16 mismunandi félögum. Mótið gekk vel og náðist glæsilegur árangur. Úrslitin má finna hér. Stigahæstu afrek karla og kvenna skv. WMA prósentu voru þau Fríða Rún Þórðardóttir með 1032 stig fyrir 1500m hlaup kvenna 50-54 ára og Hafsteinn Óskarsson (ÍR) með 967 stig fyrir 800m hlaup karla 60-64 ára. Hann hljóp á tímanum 2:24,65 mín. og setti Norðurlandamet í flokki 65-69 ára en þar er önnur aldursflokkaskipting í gildi og árið telur.
Aldursflokkamet:
Eyrún María Guðmundsdóttir (Dímon) bætti eigið aldursflokkamet í stangarstökki í flokki 35-39 ára kvenna. Hún stökk 2,10 m. en fyrra met hennar var 1,70 frá því í fyrra.
Anna Berglind Pálmadóttir (UFA) bætti aldursflokkametið í 800m hlaupi í flokki 40-44 ára kvenna. Hún hljóp á tímanum 2:26,94 mín. en fyrra metið átti Fríða Rún Þórðardóttir (ÍR) og var það 2:30,44 mín. frá árinu 2012.
Ágústa Tryggvadóttir (HSK/Selfoss) bætti aldursflokkametið í kúluvarpi í flokki 40-44 ára kvenna. Hún varpaði kúlunni 11,05 m. en fyrra metið átti Guðbjörg Viðarsdóttir (Dímon) og var það 10,42 m. frá árinu 2012.
Rannveig Oddsdóttir (UFA) bætti aldursflokkametið í 400m hlaupi í flokki 50-54 ára kvenna. Hún hljóp á tímanum 71,52 sek. en fyrra metið átti Ingveldur H Ingibergsdóttir (Flandri) og var það 75,19 sek. frá árinu 2017.
Sigurður Konráðsson (FH) bætti eigið aldursflokkametið í 1500m hlaupi í flokki 70-74 ára karla. Hann hljóp á tímanum 6:57,54 mín. en fyrra met hans var 6:58,91 mín.