Thorkildsen meðal 5 bestu

Hinn 27-ára gamli Andreas hefur átt frábæru gengi að fagna á þessu ári. Heimsmeistara titill í Berlín og lengsta kast ársins uppá 91,28m. Samanlagt vann hann 9 af 13 stórmótum sem hann tók þátt í árið 2009. 
 
IAAF mun tilkynna um Íþrótta-,mann og konu ársins, á lokahófi sambandsins í Mónakó, þann 22. nóvember næstkomandi. Valið byggir á frammistöðu keppanda og viðhorfskönnun sem aðilar IAAF gátu tekið þátt í síðustu þrjár vikur.
 
Karlaflokkur
Kenenisa Bekele, Eþíópía
Usain Bolt, Jamæka
Tyson Gay, USA
Steven Hooker, Ástralía
Andreas Thorkildsen, Noregur 

 

Kvennaflokkur
Sanya Richards, USA
Valerie Vili, Nýja Sjáland
Blanka Vlašic, Króatía
Anita Wlodarczyk, Pólland
Yelena Isinbayeva , Rússland
 
 

 
 

FRÍ Author