Þórey Edda stökk 4,20m í Saulheim – mótinu hætt vegna úrhellis

Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari úr FH stökk yfir byrjunarhæð sína 4,20 metra á sterku stangarstökksmóti í Saulheim í Þýskalandi í gær.
Keppninni var aflýst vegna úrhellis og þrumuveðurs þegar keppendur voru að stökkva á næstu hæð 4,30m.
 
Bergur Ingi Pétursson íslandsmethafi í sleggjukasti keppir á morgun á sterku sleggjukastmóti í Þýskalandi. Bergur Ingi fór fór utan í gær ásamt Eggerti Bogasyni þjálfara sínum og tveimur fyrrverandi íslandsmethöfum í sleggjukasti, þeim Guðmundi Karlssyni og Jóni Auðunni Sigurjónssyni.
Eftir mótið á morgun heldur Bergur Ingi til Kuortane í Finnlandi í æfingabúðir í þrjár vikur á vegum Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins.

FRÍ Author