Þórey Edda stökk 4,19 metra í Rethymno 5

Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari stökk yfir 4.19 metra og varð í 8. sæti á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Rethymno á Grikklandi í gærkvöld. Lacy Janson frá Bandaríkjunum sigraði í stangarstökkinu og stökk 4.51 metra.
 
Yargelis Savigne frá Kúbu sigraði í þrístökki kvenna og stökk 15.20 metra, sem er lengsta stökk ársins. Virglijious Alekna frá Litháen Ólympíumeistari í kringluskasti bar sigurorð af heimsmeistaranum Gert Kanter frá Eistlandi. Alekna kastaði kringlunni 70.86 metra, en Kanter 68.73 metra.
 
Fréttin er af www.ruv.is
 

FRÍ Author