Þórey Edda stökk 4,15 metra og varð í 21-22. sæti í Peking

Þórey Edda Elísdóttir FH keppti í undankeppni stangarstökks kvenna á Ólympíuleikunum í nótt.
Þórey fór yfir byrjunarhæð sína 4,15m í fyrstu tilraun, en felldi síðan næstu hæð 4,30m þrisvar sinnum.
Hún varð í 12. sæti af 18 keppendum í B-hópi og í 21-22. sæti af 36 keppendum með þennan árangur.
20 konur komust yfir 4,30 metra í nótt og 12 stukku yfir 4,50 metra sem dugi til að komast í úrslitakeppnina, sem fram fer á mánudaginn. Þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir sem Þórey Edda tekur þátt í, en hún stökk 4,00m á sínum fyrstu leikum í Sydney fyrir átta árum. Fyrir fjórum árum náði Þórey þeim frábæra árangri að verða í 5.sæti, stökk þá 4,55m. Þórey Edda er fyrsta frjálsíþróttakonan sem tekur þátt í þrennum Ólympíuleikum.
 
Sjá nánar: www.iaaf.org

FRÍ Author