Þórey Edda keppir á Grand Prix móti í Doha í kvöld 5

Sex stúlkur eru skráðar til keppni í stangarstökkinu í kvöld, en þær eru auk Þóreyjar, Yiliya Golubchikova frá Rússlandi (4,70m), Calolina Hingst Þýskalandi (4,65m), Silke Spiegelburg Þýskalandi (4,60m), Martina Strutz Þýskalandi (4,45m) og Norski methafin, Cathrine Larsåsen (4,21m).
 
Þá keppa þeir Bergur Ingi Pétursson Íslandsmethafi í sleggjukasti og Óðinn Björn Þorsteinsson FH í kúluvarpi á móti í Bolstad í Svíþjóð á morgun í sínun greinum. Þeir eru báðir að reyna við Ólympíulágmörk í sínum greinum, en Berg Inga vantar aðeins 1 metra í lágmarkið, sem er 74,00 metrar og Óðinn þarf að varpa kúlunni yfir 19,80 metra til að ná lágmarki, en hann varpaði lengst 19,24 metra á sl.ári.
 
Silja Úlfarsdóttir FH keppir einnig um helgina á móti í Bandaríkjunum í 400m grindahlaupi, en lágmarkið fyrir Ólympíuleikanna í þeirri grein er 56,50 sek., en Silja á best 56,62 sek. frá árinu 2005.
Þá keppir Sigrún Fjeldsted Sveinsdóttir FH í spjótkasti í Bandaríkjunum um helgina, en hún bætti sinn besta árangur á síðasta móti, kastaði 51,92 metra, en lágmark fyrir Peking er 56,00 metrar í spjótkasti kvenna.

FRÍ Author