Þórdís Eva áfram eftir gott hlaup, Andrea með ágætis hlaup í hitanum

Þórdís Eva Steinsdóttir stóð sig frábærlega vel í undanrásum 400m hlaupsins á EM í Georgiu í dag. Hún varð önnur í sínum riðli á tímanum 56.01 sek og flaug því áfram inn í undanúrslitin. Eftir undanrásir dagsins er hún með 4. besta tímann en hlaupin í riðlunum fjórum í dag voru góð og voru fjórar stúlkur að bæta sinn besta árangur auk þess sem stúlkan frá San Marínó setti aldursflokkamet. Þórdís fær 5. braut í fyrra undanúrslitahlaupinu og á örugglega eftir að hlaupa gríðarvel en hlaupið fer fram annað kvöld.
 
Andrea Kolbeinsdóttir hljóp 2000m hindrunarhlaup í kvöld. Hún varð 10. í sínum riðli og í 22. sæti yfir heildina og komst því ekki inn í 16 stúlkna úrslit, hefði þurft að hlaupa á 6:59.24 mín en hún á best 7:05 mín. 

FRÍ Author