Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum í Kaplakrika. Þórdís Eva Steinsdóttir og Ísak Óli Traustason urðu Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki. Þórdís hlaut 3708 stig fyrir sína þraut og Ísak Óli hlaut 4333 stig. Hann gerði því miður allt ógilt í langstökki og hlaut því ekki stig fyrir það.
Thomas Ari Arnarsson setti aldursflokkamet í fimmtarþraut 15 ára og yngri og hlaut 2727 stig fyrir sína þraut.
Önnur Úrslit
Sjöþraut pilta 16-17 ára
- Markús Birgisson (BBLIK) – 4421
- Þorsteinn Pétursson (Á) – 4008
- Veigar Þór Víðisson (GARPUR) – 3943
Fimmtarþraut stúlkna 16-17 ára
- Júlía Kristín Jóhannesdóttir (BBLIK) – 3463
- Hekla Magnúsdóttir (Á) – 3176
- Þórhildur Arnarsdóttir (HRUNAM) – 2285
Fimmtarþraut pilta 15 ára og yngri
- Thomas Ari Arnarson (Á) – 2727
- Hjálmar Vilhelm Rúnarsson (SELFOSS) – 2380
- Kristófer Árni Jónsson (HEKLA) – 2138
Fimmtarþraut stúlkna 15 ára og yngri
- Ísold Sævarsdóttir (FH) – 3621
- Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) – 2506