Á miðvikudaginn fór fram Coca Cola mót í Kaplakrika þar sem keppt var í 300 metra hlaupi. Þar setti Þórdís Eva Steinsdóttir, FH, nýtt stúlknamet 18-19 ára. Þórdís Eva hljóp á tímanum 39,17 sekúndum. Fyrra metið var 39,38 sekúndur og setti Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR, það í nóvember 2017. Þórdís á eitt ár eftir í flokknum og getur því bætt metið enn frekar á næsta ári.
Einnig kepptu Melkorka Rán Hafliðadóttir, Kolka Magnúsdóttir og Rannveig Björgvinsdóttir. Þær eru allar úr FH og bættu allar sinn perónulega árangur.
Hjá strákunum hljóp Kormákur Ári Hafliðason úr FH á tímanum 35,27 sekúndum og rétt á eftir honum varð Hinrik Snær Steinsson sem er einnig úr FH á tímanum 35,29 sekúndum. Hinrik var að bæta sinn persónulega árangur og er nú aðeins 0,14 sekúndum frá 18-19 ára piltameti Kormáks. Metið er 35,15 sekúndur og setti Kormákur það árið 2015. Hinrik á eitt ár eftir í flokknum. Öll úrslit má sjá hér að neðan.
Nafn | Tími | Nafn | Tími |
Þórdís Eva Steinsdóttir | 39,17 sek | Kormákur Ari Hafliðason | 35,27 sek |
Melkorka Rán Hafliðadóttir | 40,53 sek | Hinrik Snær Steinsson | 35,29 sek |
Kolka Magnúsdóttir | 45,22 sek | Erlingur Ísar Viðarson | 49,25 sek |
Rannveig Björgvinsdóttir | 45,52 sek |
Hér má sjá Þórdísi Evu eftir hlaupið og myndband af hlaupinu.