Þórdís Eva hefur lokið þátttöku á EM U20

Þórdís Eva Steinsdóttir var á meðal keppenda í 400 metra hlaupinu á Evrópumeistaramóti yngri en 20 ára sem hófst í Borås í Svíþjóð í dag. Þórdís Eva, sem varð síðustu helgi Íslandsmeistari í greininni var að keppa gegn sterkum keppendum.

Þórdís kom í mark á 56,70 sekúndum og varð 7. í sínum riðli og 26. í heildina. Alls komust sextán keppendur áfram í undanúrslit og hefði Þórdís þurft að hlaupa hraðar en 55,45 sekúndur til þess að komast áfram. Besti tími Þórdísar í greininni er innanhúss og er það 54,80 sekúndur. Þórdís var því óheppin í dag en á fullt erindi meðal þeirra bestu í Evrópu í hennar aldursflokki.

Á morgun munu Valdimar Hjalti Erlendsson keppa í kringlukasti klukkan 7:50 og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í 200 metra hlaupi klukkan 15:52.

Hér má sjá myndband frá 400 metra hlaupi Þórdísar