Þorbergur Ingi í öðru sæti í sterku alþjóðlegu utanvegahlaupi

Langhlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson úr UFA náði 2. sæti í sterku alþjóðlegu utanvegahlaupi sem haldið var í Sviss í gær. Um var að ræða Scenic trail hlaupið sem er 54 kílómetra langt og heildarhækkun er 3900 hæðarmetrar þannig að um mjög erfitt hlaup var að ræða. Mikil bleyta var í hlaupinu sem gerði skógarstígana mjög krefjandi. Þorbergur vann sig upp í 2. sætið þegar líða tók á hlaupið og minnkaði muninn töluvert á fremsta mann, Stephan Hugenschmidt. Þorbergur lauk hlaupinu á 6 klukkustundum og 3 mínútum.

FRÍ Author