Þorbergur Ingi í 6. sæti í sterku utanvegahlaupi

Ofurhlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson hafnaði í 6. sæti í CCC utanvegahlaupinu í gær. Hlaupið er 101 km langt og með um 6100 m hækkun. Hlaupið, sem fram fer í Mt. Blanc í Frakklandi, er hluti af fjórum fjallamaraþonum sem fara fram á þessu svæði og er þau ein sterkustu utanvegahlaup ársins. Þorbergur kláraði hlaupið á 11 klukkustundum og 14 mínútum. Með þessum frábæra árangri hefur Þorbergur stimplað sig inn sem einn af bestu ofurhlaupum í heiminum í dag. Það sem gerir árangur hans enn athyglisverðari er að hann fór í aðgerð á nára í vor og hefur því ekki náð æfa af fullum krafti í sumar.

Sjá má frétt Morgunblaðsins um árangur Þorbergs Inga hér.