00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

Þjóðarleikvangur í augsýn í Laugardal

Penni

2

min lestur

Deila

Þjóðarleikvangur í augsýn í Laugardal

Í umræðum á Alþingi mánudaginn 31. janúar kom fram hjá mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, að settur hafi verið af stað stýrihópur um þjóðarleikvanga í Laugardal með aðild Reykjavíkurborgar. Stefnt er að því að stýrihópurinn skili fljótlega niðurstöðu. Ein af þeim tillögum sem eru til umræðu og fullnustu er þjóðarleikvangur fyrir frjálsíþróttir, sem er í samræmi við þá skýrslu sem kynnt var og gefin út af mennta- og menningarmálaráðherra sl. haust,en formaður FRÍ leiddi þá vinnu. Stýrihópurinn mun ræða um kostnaðarskiptingu, hönnun mannvirkja og staðsetningu þeirra í Laugardalnum. Reykjavíkurborg hefur einnig í samræmi við yfirstjórn í skipulagsmálum tekið á dagskrá hugmyndir að nýju skipulagi í Laugardal þar sem gert er ráð fyrir nýjum frjálsíþróttavelli við Suðurlandsbraut.

FRÍ fagnar þessum skrefum sem nú eru tekin og munu þau vonandi leiða af sér hið fyrsta hönnun og byggingu á nýju frjálsíþróttasvæði, nýjum þjóðarleikvangi. Það er kostur að bæði mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason og borgarstjóri Dagur B. Eggertsson tala báðir opinberlega í sömu áttina í málefnum þjóðarleikvangs fyrir frjálsíþróttir. FRÍ mun hér eftir sem hingað til fylgja eftir þessu mikilvæga máli þannig að aðstaða, umhverfi og umgjörð fyrir frjálsíþróttir verði ennþá betri í Laugardal en áður. Styrkur og sérstaða þjóðarleikvangs í frjálsíþróttum er að hann sinnir þremur mikilvægum þáttum, sem fyrirmyndar aðstaða fyrir alþjóðlega keppni, opinn leikvangur fyrir almenning og síðast en ekki síst mikilvæg aðstaða fyrir aðildarfélögin til að halda áfram kröftugu barna-, unglinga og afreksstarfi.

Penni

2

min lestur

Deila

Þjóðarleikvangur í augsýn í Laugardal

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit