Þjóðarleikvangur frjálsíþrótta

Það var glatt á hjalla hjá framkvæmdastjórum frjálsíþróttasambanda Norðurlandanna þegar þeir hittust í Reykjavík fyrir helgi á árlegum fundi sínum. Eitt skyggði þó á gleðina. Ísland er ekki lengur þjóð meðal þjóða þegar kemur að mótahaldi vegna aðstöðuleysis. Lýsti fundurinn þungum áhyggjum af stöðunni.

Norðurlandamót í frjálsum skipta miklu máli fyrir yngri kynslóðina sem er að alast upp á Norðurlöndum. Nýjar reglur varðandi keppnisrétt á HM og Ólympíuleika hafa þau áhrif að Norðurlandaþjóðirnar munu nú enn frekar þétta raðirnar. Norðurlandamót geta nú gefið punkta inn í nýtt stigakerfi IAAF og þannig hjálpað okkar fólki að komast inn á leikana. Engum stigum verður hins vegar safnað á Íslandi meðan þjóðarleikvangurinn er ekki keppnishæfur.

Á myndinni eru fulltrúar íslenska frjálsíþróttasambandins; Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, Guðmundur Karlsson, framkvæmdarstjóri og Íris Berg Bryde, verkefnastjóri. Kjetil Hildeskor og Kjersti Smedsrud frá Noregi, Stefan Olsson frá Svíþjóð, Mika Muukka og Harri Aalto frá Finnlandi og Katja Salivaara frá Danmörku.