Þjálfaranámskeið í haust

Námskeiðið er kennt í þremur hlutum. Fyrsti hluti er helgina 27.-29. sept. Annar hluti er helgina 18.-20. október og lokahluti sem lýkur með prófi og mati á námskeiðinu er 16. og 17. nóvember. Þetta fyrirkomulag er viðhaft til að hægt sé að stunda vinnu meðfram þátttöku í námskeiðinu og til að auðvelda þeim sem búa utan höfuðborgarsvæðisins að sækja það. Námskeiðsgjöld eru kr. 30.000. Kennsla fer fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, en verklegir þættir í frjálsíþróttaal Laugardalshallarinnar.
 
Kennarar á námskeiðinu eru margreyndir þjálfarar sem hafa alþjóðleg kennsluréttindi. Þau eru: Alberto Borges, Guðmundur Hólmar Jónsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Gunnhildur Hinriksdóttir, Þórdís Gísladóttir og Þráinn Hafsteinsson.
 
Drög að stundaskrá námskeiðsins er hægt að sjá hér
 
Skráningar og fyrirspurninr sendist til FRÍ (fri@fri.is)

FRÍ Author