Þjálfaranámskeið 1a fer fram 17.-18. okt. nk.

Frjálsíþróttasambandið stendur fyrir þjálfaranámskeiði 1a (byrjendanámskeið) í Laugardalnum föstudaginn 17. og laugardaginn 18. Okt. nk. Námskeiðið er 20 kennslustundir og stendur frá kl. 16:00-22:00 á föstudegi og frá kl. 09:00-18:00 á laugardegi.
Bóklegi hluti námskeiðsins fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og verklegi hlutinn í Frjálsíþróttahöllinni.
Farið verður yfir grunnþætti þjálfunar í öllum greinum, kennslutækni, helstu reglur í þjálffræði og tækniþjálfun.
Kennari á námskeiðinu verður Þráinn Hafsteinsson íþróttafræðingur og þjálfari.
 
Skráning: Skráningu líkur miðvikudaginn 15. Okt. kl. 12:00. Skráning á fri@fri.is (Nafn, kt, heimilsfang og e-mail).
 
Skráningargjald: kr. 10.000.- (innifalið eru bækurnar; Frjálsíþróttakennsla barna- og unglinga og Leikreglur FRÍ).

FRÍ Author