Frjálsíþróttasamband Íslands býður ykkur hjartanlega velkomin að skrá ykkur á fyrsta stig þjálfaramenntunar FRÍ. Stigið er ætlað þeim sem sjá einna helst um þjálfun yngri barna, að 12 ára aldri og aldurstakmark þátttakenda er 16 ára. Námskeiðið er n.k. fjarnám en þó þurfa þátttakendur að mæta á eina verklega helgi. Á námskeiðinu er m.a. farið yfir vöxt og þroska barna, þjálfunarþætti, langtímaþróun, þjálfarahlutverkið, auk grunns í frjálsíþróttagreinum (spretthlaup, grindahlaup, boðhlaup, lengri hlaup, hástökk, langstökk, þrístökk og stöng, kúlu, kringlu og spjótkast) ásamt helstu keppnisreglum og keppnisfyrirkomulagi. Að loknu námskeiðinu eiga þátttakendur að hafa hæfni til að skipuleggja og stýra æfingum í frjálsíþróttum sem hæfa börnum að 12 ára aldri.
Tímarammi námskeiðsins: námskeið hefst 5. mars, verkleg helgi 13.-14. apríl og kennsla/þjálfun að henni lokinni.
Námskeiðsgjald; 30.000.-
Skráning hér.