Þjálfaranámskeið ÍSÍ og FRÍ

Penni

< 1

min lestur

Deila

Þjálfaranámskeið ÍSÍ og FRÍ

Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs hefst mánudaginn 10. febrúar næstkomandi.  Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Sérgreinaþátt námsins sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ. Sjá nánar hér.

FRÍ verður svo með 1. stigs þjálfaranámskeið á sama tíma, sem er þá sérgreinaþáttur þjálfaranámsins hjá ÍSÍ. Til að fá viðurkenningu sem 1. stigs frjálsíþróttaþjálfari þá þarf að vera búið að klára 1. stigs þjálfaramenntun ÍSÍ og 1. stigs þjálfaranámskeið FRÍ. En það er ekkert mál að taka þessi tvö námskeið samhliða.

Bóklegi hluti þjálfaranámskeiðs FRÍ er fjögurra vikna fjarnám sem þátttakendur geta tekið á sínum hraða, en í hverri viku er farið yfir ákveðið efni og þarf að skila verkefnum tengdu hverju efni. Námskeiðinu lýkur svo með verklegri kennslu á höfuðborgarsvæðinu helgina 14.-15. mars nk. og þá þurfa þátttakendur að vera búnir með allan bóklega hlutann.

Skráning á þjálfaranámskeið FRÍ fer fram hér.

Vði hvetjum alla þá þjálfara sem áhuga hafa að skrá sig á námskeiðin og fá þar með réttindi til íþróttaþjálfunar.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Þjálfaranámskeið ÍSÍ og FRÍ

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit