Þjálfaranámskeið á vegum European Athletics

International festival of Athletics Coaching (IFAC) verður haldið 26. – 28. október í Bratislava, Slóvakíu. Námskeiðið er hluti af námskeiðaseríu European Athletics þar sem markmiðið er að fjalla um hverja einustu grein á tveggja til þriggja ára fresti. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, sýnikennslu, vinnuhópum og umræðum. Þetta gerir þáttakendum kleift að kynnast öðrum þjálfurum, deila sinni reynslu og mynda tengslanet.

Kennarar á námskeiðinu verða meðal annars Jonas Dodoo, spretthlaupsþjálfari og Steve Ingham, doktor í íþróttavísindum. Jonas Dodoo er þjálfari Chijindu Ujah sem á 9,96 í 100m og hann þjálfaði einnig Greg Rutherford.

Hér má finna heimasíðu námskeiðisins þar sem hægt er að skrá sig.