Þjálfaranámskeið í haust

Námskeiðið, sem haldið verður í Reykjavík, verður á eftirtöldum dögum:
 • Helgi #1               11. – 13. sept.
 • Helgi #2               25. – 27. sept.
 • Helgi #3               9. – 11. okt.
 • Helgi #4               23. – 25 okt.
Kennt verður frá kl. 18 á föstudagskvöldum fram til kl. 22, frá kl. 9 á laugardögum til kl. 18 og um það bil kl. 9 til 17 á sunnudögum.
 

Rétt til þátttöku eru þeir sem hafa náð tilskyldum árangri á 1. stigs námskeiðum og aðrir þjálfarar með reynslu og sambærilega menntun.

 
Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu verður Alberto Borges, en hann er með alþjóðleg kennsluréttindi á þessu stigi. Aðrir sem væru með kennslu á sínum sérsviðum:
 • Eggert Bogason sleggjukast, en hann er m.a. þjálfari Hilmars Arnar Jónssonar okkar besta sleggjukastara.
 • Einar Vilhjálmsson, spjótkast, en hann er þjálfari spjóstkastara landsins í karlaflokki.
 • Fríða Rún Þórðardóttir næringafræðingur og margreyndur keppandi.
 • Gísli Sigurðsson, langstökk, en hann er þjálfari Hafdísar Sigurðardóttur meðal annarra.
 • Gunnar Páll Jóakimsson, langhlaup, en hann er þjálfari Anítu Hinriksdóttur og Kára Steins Karlsson meðal annarra.
 • Ragnheiður Ólafsdóttir yfirþjálfari FH, margreynd í þjálfun og er methafi í millivegalengdahlaupum.
 • Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari ÍR, sem er meðal okkar reyndustu þjálfara.
Fjöldi kennslustunda er 66. Til viðbótar væru 14 tímar í próf, eða samtals er námskeiðið 80 kennslustundir að lengd.
 
Nánari upplýsingar verða kynntar síðar. Hægt er að senda fyrirspurnir til skrifstofu FRÍ, fri@fri.is.

FRÍ Author