Þingi FRÍ frestað

Stjórn FRÍ hefur í ljósi sóttvarnaraðstæðna ákveðið að fresta fyrirhuguðu ársþingi FRÍ sem halda átti 11.-12. sept. í Hafnarfirði.

Horft er til þess að mjög fljótlega megi boða til nýrra dagsetninga í október, á sama stað, í ljósi tilslakanna. Að sama skapi færast frestir um þingskjöl til sbr. lög FRÍ.

Stjórn FRÍ vonast til þess að fullur skilningur sé á þessari óyfirstíganlegu röskun og vinnur nú að því að þingið geti orðið rafrænt, nefndarstörf og fyrirhugaðar málstofur.