Thelma Lind með aldursflokkamet í kringlukasti!

Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍR stal senunni í hollensku bikarkeppninni (Dutch Team Championships) rétt í þessu þegar hún bætti sinn fyrri árangur í kringlukasti, sigraði og setti um leið aldursflokkamet í flokki stúlkna 20-22 ára. Thelma kastaði 51,83m og bætti þar með met Ragnheiðar Önnu Þórsdóttur FH frá árinu 2010.  Þetta er að auki næstlengsta kast í kvennaflokki frá upphafi en einungis Íslandsmethafinn Guðrún Ingólfsdóttir á lengra kast en hún kastaði 53,86m 1982.

Að auki sigraði Thelma Lind í kúluvarpi og bætti sinn fyrri árangur þegar hún kastaði 14,22m.

Guðni Valur Guðnason ÍR fylgdi svo í fótspor Thelmu og sigraði í kringlukastinu með kasti uppá 59,36m.

Til hamingju Thelma Lind og Guðni Valur!