„Það eru spennandi hlutir framundan í frjálsum íþróttum“

Penni

2

min lestur

Deila

„Það eru spennandi hlutir framundan í frjálsum íþróttum“

Matthías Már Heiðarsson fór sem ungur leiðtogi á ráðstefnu í München dagana 17.-22 ágúst í tengslum við Evópumeistaramótið sem fram fór í borginni dagana 15.-22. ágúst.

„Evrópska frjálsíþróttasambandið (EAA) bauð á þessa ráðstefnu til þessa að mennta framtíðarleiðtoga í íþróttahreyfingunni. Markmiðið hjá EAA var að búa til lifandi umræðu og ræða vandamál sem eiga sér stað hjá íþróttasamböndum í Evrópu og vinna saman að lausnum. Allianz fékk að stjórna hinum hlutanum að ráðstefnunni og við unnum að hugmyndum hvernig þeir gætu styrkt íþróttastarf í Evrópulöndum þar sem Allianz er staðsett,“ sagði Matthías.

FRÍ hefur verið að senda unga leiðtoga á ráðstefnur síðan árið 2006 en þá var fyrsta ráðstefnan af þessu tagi haldin í Gautaborg þegar Evrópumeistaramótið fór þar fram. Þá fóru þau Þórunn Erlingsdóttir, Bergur Hallgrímsson, Björg Hákonardóttir og Arnar Már Þórisson. Fjóla Signý Hannsedóttir fór árið 2016 á EM í Amsterdam. Árið 2018 fóru þau Thelma Björk Einarsdóttir og Sveinn Sampsted á EM í Berlín.

„Evrópa er eftir á í jafnrétti, sjálfbærni og að tryggja öruggt umhverfi fyrir börn að stunda íþróttir án ofbeldis. Það eru því spennandi hlutir framundan í frjálsum íþróttum, breytingar á reglum og skipulagi á stæðstu mótunum.“

Á myndinni má sjá Mattías (frá hægri) ásamt fulltrúum frá öðrum þjóðum.

„Það sem ég tek frá þessu er fullt af nýjum hugmyndum og ég stækkaði tengslanetið. Eignaðist fullt af nýjum vinum sem gerðu þessa upplifun enn betri og þau eru öll að undirbúa ferð til Ísland á næstunni. Heilt yfir mjög gefandi upplifun, mikið álag þessa fimm daga en kláralega þess virði.“

Penni

2

min lestur

Deila

„Það eru spennandi hlutir framundan í frjálsum íþróttum“

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit