Það er ótrúlega gaman að vera kominn aftur

Penni

2

min lestur

Deila

Það er ótrúlega gaman að vera kominn aftur

„Það er mjög skemmtileg saga á bakvið hvernig ég byrjaði aftur. Hemmi þjálfari var búinn að vera nöldra í mér að koma aftur í einhver 2-3 ár en ég einhvern veginn vildi ekkert byrja aftur og halda mig bara við fótboltann. En það var svo kærastan mín sem skipaði mér að byrja aftur, vorum heima að horfa á heimildarmyndina Untold: Caitlyn Jenner þar sem er farið yfir frjálsíþrótta ferilinn og leiðina á Ólympíuleikunum hjá henni. Eftir myndina þá segir kærastan við mig „þú ætlar að byrja aftur í frjálsum” ég hugsaði mér fyrst að það væri of seint fyrir mig að byrja en eftir stutt spjall hugsaði ég bara af hverju ekki bara að kýla á þetta og prófa, kærastan tekur af mér símann og sendir a Hemma þjálfara hvenær næsta æfing sé og eftir það var ekki aftur snúið. Kærastan vissi að ég væri með meira potential í frjálsum heldur en fótbolta“ sagði Daníel Ingi Egilsson úr FH sem hefur verið ósigrandi í bæði þrístökki og langstökki á tímabilinu. 

Eftir sjö ára pásu mætti hann aftur á brautina og byrjaði tímabilið með sigri í langstökki á Reykjavíkurleikunum.

„Það er bara ótrúlega gaman að vera kominn aftur og er mjög þakklátur að hafa tekið þetta skref að byrja aftur þó að það hafi þurft aðeins að ýta mér í þetta. En líka bara að fá að upplifa stemninguna á MÍ og bikar sem maður var svona bara búinn að gleyma. En það er bara hrikalega gott að vera kominn aftur í frjálsarnar því þetta er bara minn heimavöllur“ 

„Eftir að hafa hætt í 7 ár og byrjað að æfa núna í september á síðasta ári þá er ég bara ótrúlega ánægður með árangurinn ég var aldrei að búast við þessum árangri miðað við hvað ég er þannig séð búinn að æfa stutt en frjálsíþrótta grunnurinn frá yngri árum hefur hjálpað mjög mikið. Mér finnst ég eiga mikið inni og það er bara halda áfram að æfa vel og og hugsa vel um sig og þá koma bætingarnar. Stefni á aldursflokkamet í þrístökki 20-22 á MÍ 15-22 sem er 14,66 og mitt PB er 14,64 þannig það myndi algjörlega toppa þetta innanhús tímabil að ná því“

Það er skemmtilegt sumar framundan í frjálsum íþróttum og hefur hann sett stefnuna á fyrstu landsliðsferðina sína.

 „Markmið sumarsins eru fyrst og fremst að bæta sig, bætingar fyrir mér er alltaf sigur. Ég stefni á NM U23 og Smáþjóðameistaramótið í sumar sem eru bara frábær tækifæri fyrir mig til að keppa erlendis svo eru framtíðarmarkmið að komast á einhver stórmót á komandi árum eins og HM, EM og Ólympíuleikana og fá að keppa fyrir landið sitt það er bara draumur“

Penni

2

min lestur

Deila

Það er ótrúlega gaman að vera kominn aftur

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit