Tekst FH að verja Bikarmeistaratitilinn um helgina?

51. Bikarkeppni FRÍ fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina. Í fyrra sigraði FH heildar stigakeppnina eftir harða baráttu við ÍR en þá hlaut FH 149 stig en ÍR 136 stig. FH sigraði þá einnig stigakeppnina í karla-og kvennaflokki.

Sex lið skráð til leiks í ár:

 1. Breiðablik
 2. Fjölelding
 3. FH
 4. ÍR
 5. HSK
 6. Ármann
Fremsta frjálsíþróttafólk landsins mun taka þátt á mótinu og má búast við hörkukeppni í ýmsum greinum.
 • Björgvin Brynjarsson Breiðabliki og Ívar Kristinn Jasonarson ÍR að veita Íslandsmeistaranum Ara Braga Kárasyni FH keppni í 100 m karla?
 • Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH keppir í 100 m grindahlaupi og 400 m hlaupi.
 • Hörkukeppni verður í spjótkasti karla en þar eru þeir Örn Davíðsson FH. Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðabliki og Guðmundur Sverrisson ÍR skráðir til leiks.
 • Ívar Kristinn Jasonarson ÍR og Kormákur Ari Hafliðason FH munu berjast um sigur í 400 m hlaupi karla.
 • Þorsteinn Ingvarsson ÍR og Kristinn Torfason FH berjast í þrístökki karla.

 

Hér má sjá tímaseðil mótsins.

Mótið stendur yfir frá kl. 13-15 en keppt er í mörgum greinum og því um mjög áhorfendavænt mót að ræða. Við hvetjum fólk til þess að koma á völlinn og styðja við keppendurna!