Vikan: Ísland með fimm titla
Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengsd á braut síðan 2019.