Ståhl bætti 33 ára gamalt vallarmet Vésteins
Í gær fór fram 75 ára afmælismót Selfoss - Selfoss Classic á Selfossvelli. Hápunktur mótsins var kringlukastskeppni á heimsmælikvarða þar sem heims- og Ólympíumeistarinn, Daniel Ståhl bar sigur úr býtum. Ståhl náði sínum ásbesta árangri og bætti vallarmet þjálfara síns, Vésteins Hafsteinssonar með kast upp á 69,27 metra.