Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) bætti aldursflokkamet í 200 metra hlaupi pilta 15 ára er hann hljóp á 23,16 sek. (-1,0) á NI and Ulster Age Group Championships í Antrim í Bretlandi.
Í dag fór fram Smáþjóðameistaramót á Möltu og náðist frábær árangur. Íslendingar fengu alls tíu verðlaun, tvö gull, sex silfur og tvö brons. Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) setti mótsmet í bæði 100 metra og 200 metra hlaupi. Hann kom í mark á 10,59 sek. (+0,1) í 100 metra hlaupi. Hann hljóp á 21,40 sek í 200 metra hlaupi en hann á Íslandsmetið í greininni sem er 20,96 sek.
Í gær fór fram 75 ára afmælismót Selfoss - Selfoss Classic á Selfossvelli. Hápunktur mótsins var kringlukastskeppni á heimsmælikvarða þar sem heims- og Ólympíumeistarinn, Daniel Ståhl bar sigur úr býtum. Ståhl náði sínum ásbesta árangri og bætti vallarmet þjálfara síns, Vésteins Hafsteinssonar með kast upp á 69,27 metra.
Í dag er
Sía eftir
@fri2022
VIKAN: Aldursflokkamet og mótsmet
Skrifstofa
Engjavegur 6, 104 Reykjavík
Netfang
fri@fri.is
Sími
+354 514 4040
Dæmi um leit