VIKAN: Freyja með annað glæsilegt aldursflokkamet
Freyja Nótt Andradóttir (FH) setti á laugardag glæsilegt aldursflokkamet í 60 metra hlaupi á Gaflaranum í Hafnarfirði. Hún kom í mark á tímanum 7,73 sek. og bætti sitt persónulega met og aldursflokkamet í 12 og 13 ára flokki um 27 sekúndubrot.