Um helgina fór fram forkeppni fyrir Bandaríska háskólameistaramótið (NCAA East/West Preliminary) og voru fjórir Íslendingar sem tóku þátt. Bandaríska háskólameistaramótið fer fram í Eugene, Oregon dagana 8.-11. júní.
Í gær fór fram 75 ára afmælismót Selfoss - Selfoss Classic á Selfossvelli. Hápunktur mótsins var kringlukastskeppni á heimsmælikvarða þar sem heims- og Ólympíumeistarinn, Daniel Ståhl bar sigur úr býtum. Ståhl náði sínum ásbesta árangri og bætti vallarmet þjálfara síns, Vésteins Hafsteinssonar með kast upp á 69,27 metra.
Boðsmótið Selfoss Classic - 75 ára afmælismót FRÍ hefst á morgun, laugardaginn 28. maí. Keppin hefst klukkan 12:00 og eru um 90 keppendur skráðir og þar á meðal níu erlendir keppendur. Hápunktur mótsins verður kringlukast karla þar sem ríkjandi heims- og Ólympíumeistari verður á meðal keppenda.
Í dag er
Sía eftir
@fri2022
Vikan: Forkeppni í Bandaríkjunum og hátíð á Selfossi
Skrifstofa
Engjavegur 6, 104 Reykjavík
Netfang
fri@fri.is
Sími
+354 514 4040
Dæmi um leit