Þrír Íslendingar kepptu á Copenhagen Athletics Games í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn 16. júní. Tiana Ósk Whitworth (ÍR) náði sínum ársbesta árangri í 100 metra hlaupi er hún kom þriðja í mark á tímanum 11,71 sek. (+0,7).
Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) bætti aldursflokkamet í 200 metra hlaupi pilta 15 ára er hann hljóp á 23,16 sek. (-1,0) á NI and Ulster Age Group Championships í Antrim í Bretlandi.
Um helgina fór fram forkeppni fyrir Bandaríska háskólameistaramótið (NCAA East/West Preliminary) og voru fjórir Íslendingar sem tóku þátt. Bandaríska háskólameistaramótið fer fram í Eugene, Oregon dagana 8.-11. júní.
Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengsd á braut síðan 2019.
Úthlutað hefur verið úr Afreksjóði FRÍ fyrir árið 2022. Að þessu sinni var úthlutað 12 milljónum á eftirfarandi einstaklinga í þremur flokkum. Hægt er að lesa reglugerð um Afreksjóð FRÍ hér.
Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) kastaði einnig lengst allra í kúluvarpi á Alumni Muster í College Station, Texas. Erna varpaði kúlunni 17,17 metra og er þetta í fjórða skiptið í ár sem Erna kastar yfir 17 metra.
Í vikunnni féll eitt Íslandsmet en það var Baldvin Þór Magnússon (UFA) sem bætti Íslandsmet Hlyns Andréssonar (ÍR) í 5000m hlaupi í nótt. Hann kom tíundi í mark í sínum riðli á tímanum 13:32,47 mín. á Bryan Clay Invitational mótinu í Azusa, California.
Í dag er
Sía eftir
@fri2022
Átta Íslendingar á EM í Róm
Skrifstofa
Engjavegur 6, 104 Reykjavík
Netfang
fri@fri.is
Sími
+354 514 4040
Dæmi um leit