Svindl í Rússlandi

 Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum sem fylgjast með frjálsíþróttum að alvarlegar ásakanir hafi komið frá um svindl á lyfjaprófum innan frjálsíþróttasambands Rússlands. Ásakanir eru m.a. um að yfir 1000 þvagsýni hafi ekki verið meðhöndluð samkvæmt reglum Alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA). Einnig hafa ásakanir komið fram um skipulagt svindl á lyfjaprófum sem tekin hafa verið á alþjóðlegum stórmótum. Malið hefur mætt sterkum viðbrögðum og skiptar skoðanir um það í íþróttaheiminum hvort samþykkja eigi tillögu Alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA) um að  banna rússneskum íþróttamönnum að taka þátt  á Ólympíuleikunum í Ríó.  
Formaður FRÍ svaraði spurningum vegna þessa máls í dag – Sjá hér
 
Fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF) Lamine Diack hefur einnig verið ásakaður um óheiðarleik í þessu máli en hann hefur svarað því til að um sé að ræða hlægilegan málatilbúnað varðandi sig. Viðbúið er að mál þetta eigi eftir að fá einhverja athygli í fjölmiðlum áfram og ljóst að hér er mögulega um að ræða mannlegan harmleik einhverja einstaklinga. Hitt er þó næsta víst, að gera má ráð fyrir að verkferlar lyfjaeftirlitsnefnda heimsins muni verða gagnsærra og skilvirkara í framtíðinni. Ný skipan mála gæti mögulega haft í för með sér sanngjarnri samkeppnisstöðu í framtíðinni fyrir þorra íþróttasambanda og íþróttamanna sem hafa ekkert að fela í þessum efnum. 
 

FRÍ Author