Sveit ÍR bætti unglingametið í 4x400m boðhlaupi

A-sveit ÍR setti á laugardaginn nýtt unglingamet (19-20 ára) í 4x400m boðhlaupi í Bikarkeppni FRÍ, en sveitin kom í mark í 3. sæti á tímanum 3:23,76 mín. Sveit ÍR skipuðu þeir Börkur Smári Kristinsson (f.1990), Ólafur Konráð Albertsson (f.1989), Adam Þór Þorgeirsson (f.1991) og Snorri Sigurðsson (f.1991).
Gamla metið átti sveit Fjölnis, sett í 1. Bikarkeppni FRÍ fyrir tveimur árum og var það 3:24,05 mín, þannig að sveit ÍR bætti það um 29/100 úr sek.

FRÍ Author