Sveinn Elías í 5. sæti á HM unglinga eftir fyrstu tvær greinarnar

Sveinn Elías Elíasson hóf keppni í tugþraut á HM unglinga í Bydgoszcz í Pólandi í morgun.
Sveinn hljóp 100m á 10,79 sek. (-0,1m/s) og sigraði í þeirri grein á sínum næstbesta tíma (PB 10,73s).
Sveinn stökk síðan 6.71 metra í langstökki, sem var 12. besti árangur í þeirri grein (PB 6,98m).
 
Sveinn var því í fyrsta sæti eftir 100m hlaupið, en féll niður í 5. sæti eftir langstökkið. Sveinn er komin með
samtals 1654 stig, en staða efstu manna er eftirfarandi eftir tvær greinar:
1. Eduard Mihan, BLR, 1760 stig.
2. Adam Bevis, AUS, 1716 stig.
3. Mihail Dudas, SRB, 1708 stig.
4. Eric Lankocz, FRA, 1681 stig.
5. Sveinn Elías, ISL, 1654 stig.
6. Daniel Gardiner, GBR, 1628 stig.
7. Jan Kobel, GER, 1601 stig.
8. Jacek Nabozny, POL, 1589 stig.
 
Nú er að hefjast keppni í kúluvarpi, en þar á Sveinn best 13,11 metra (6 kg kúla).
Síðdegist er svo hástökk (kl. 15:00 að ísl. tíma) og lokagreinin í dag eru 400m (kl. 17:35).
19 þátttakendur hófu keppni í tugþrautinni í morgun.
Sjá nánar: www.iaaf.org

FRÍ Author